Þjónustusamningur við ÍBH
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1785
10. maí, 2017
Annað
Svar

Samstarfssamningur við ÍBH, endurskoðun.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur til að gengið verði út frá 100% eignarhlut bæjarins í íþróttamannvirkjum sem byggð verða með þátttöku sveitarfélagins í framtíðinni. Tillögunni er vísað til útfærslu til íþrótta- og tómstundafulltrúa og ÍTH og undirbúinn nýr samstarfssamningur Hafnarfjarðarbæjar við ÍBH, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar þar sem kveðið verður á um þessa breyttu stefnu bæjarins.

Greinargerð:
Markmið tillögunnar er að gera eignarhald íþróttamannvirkja sem byggð verða í Hafnarfirði í framtíðinni skýrara og gegnsærra. Nú þegar hafa einstök íþróttamannvirki verið byggð að fullu leyti af hálfu bæjarins en önnur samkvæmt 80-20 eða 90-10 reglunum. Það hefur skapað ójafnræði milli félaga og/eða deilda innan íþróttahreyfingarinnar og að oft og tíðum er eignarhaldið óskýrt. Tillagan snýr einungis að framtíðaruppbyggingu þar sem bærinn kemur að málum en brýnt er að viðræður við íþróttafélögin, og vinna við eignaskiptasamninga er lúta að eldri mannvirkjum, haldi áfram.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Fundi frestað kl. 14:15 vegna rafmagnsleysis í fundarsal
bæjarstjórnar í Hafnarborg. Fundi fram haldið kl. 15:25 í fundarsal bæjarráðs að Strandgötu 6.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

Tillagan er samþykkt með 10 greiddum atkvæðum, 1 sat hjá.