Hamarsbraut 5, breyting á deiliskipulagi
Hamarsbraut 5A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1789
30. ágúst, 2017
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.ágúst sl. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum að grenndarkynna nýja tillögu dags. 30.05.2017 að breyttu deiliskipulagi á lóð við Hamarsbraut 5 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir tvíbýlishús og færslu á bílastæðum á lóð. Breytt tillaga var grenndarkynnt frá 29.06.2017-10.08.2017. Athugasemdir bárust frá 10 aðilum. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir ódags. umsögn skipulagsfulltrúa og fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Hamarsbrautar 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi Hamarsbrautar 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41.gr. laga 123/2010."
Svar

Forseti ber upp tillögu um að fresta málinu um tvær vikur og er það samþykkt með 10 greiddum atkvæðum og einn situr hjá.

Margrét Gauja Magnúsdóttir les upp bókun fyrir hönd minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar.

Fundarhlé kl. 18:13.

Fundi framhaldið kl. 18:32.

Fyrri bókun minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar er dregin til baka og kemur Adda María Jóhannsdóttir að eftirfarandi nýrri bókun fyrir hönd minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar:

"Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir að afgreiðslu máls nr. 12 á dagskrá verði frestað.

Óskum við eftir að samráð verði haft við íbúa hverfisins í heild enda miklar breytingar fyrirhugaðar á svæðinu í kringum Suðurgötu, og mikilvægt að huga að heildrænu skipulagi hverfisins.

Við þéttingu byggðar er einnig mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum í hverfum. Því leggjum við áherslu á að hugað verði að leik- og grunnskólamálum sem og aðgengismálum og umferð í hverfinu áður en frekari þétting byggðar á sér þar stað."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 205195 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097575