Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1789
30. ágúst, 2017
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.ágúst sl. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir á fundi sínum þann 15.02.2017 tillögu að deiliskipulagi Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands. Tillagan var auglýst frá 06.04. 2017-18.05.2017. Samhliða breytast mörk deiliskipulags fyrir Ásland 3 og Hlíðarþúfur eins og meðfylgjandi uppdrættir sýna. Lagðar fram fjórar athugasemdir, ásamt umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. ágúst 2017, sem bárust en 1 átti við annað deiliskipulag og er því ekki tekin með í þesari umfjöllun.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. ágúst 2017 og deiliskipulag Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010".
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson kemur að stuttri athugasemd. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María Jóhannsdóttir svarar anddsvari.

Til máls öðru sinni tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Adda María Jóhannsdóttir. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni. Adda María Jóhannsdóttir kemur þá að stuttri athugasemd. Slíkt hið sama gerir Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 8 greiddum atkvæðum deiliskipulag Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þrír sitja hjá.