Kirkjuvellir 1, Ástjarnarkirkja, safnaðarheimili, fjármögnun og útleiga
Kirkjuvellir 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3463
4. maí, 2017
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram leigusamningur til afgreiðslu.
Svar

Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi tillögu:

"Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna óska eftir að leigusamningurinn sem hér um ræðir verði sendur til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdarráðs og í senn verði gerð úttekt á húsnæðisþörf fyrir félagstengda starfsemi á Völlunum og kannað hvort ekki sé hægt að nýta það húsnæði sem fyrir er t.d á Ásvöllum, Hraunvallaskóla og Ásvallalaug betur til þessa verkefna."

Tillagan er felld með 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar.

Bæjarráð samþykkir framlagðan leigusamning með 3 atkvæðum og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.


Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi bókun:

"Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að ekki hafi verið sýnt fram á þörf bæjarins fyrir húsnæði af þessu tagi, á þessu svæði, til svo langs tíma. Teljum við að eðlilegra væri, ef áhugi er fyrir hendi að styrkja verkefnið, að það sé gert með gagnsæjum hætti en sá leigusamningur sem hér liggur fyrir er mjög ógagnsær.
Það skýtur skökku við að taka húsnæði til leigu á svæði þar sem nóg er framboð af svipuðu húsnæði á svæðinu til félagstengdrar starfsemi og ekki sé gætt jafnræðis félagasamtaka á svæðinu. Einnig er það yfirlýst stefna meirihlutans að draga úr húsnæðiskostnaði bæjarsjóðs og selja eignir bæjarins en á sama tíma er verið að leigja hér húsnæði til 5 ára, fyrir 30 milljónir, í óskilgreinda starfsemi"




Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking, Vg
    "Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að ekki hafi verið sýnt fram á þörf bæjarins fyrir húsnæði af þessu tagi, á þessu svæði, til svo langs tíma. Teljum við að eðlilegra væri, ef áhugi er fyrir hendi að styrkja verkefnið, að það sé gert með gagnsæjum hætti en sá leigusamningur sem hér liggur fyrir er mjög ógagnsær.
221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197735 → skrá.is
Hnitnúmer: 10003920