Opnunartími sundlauga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3463
4. maí, 2017
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 27.apríl sl.
8.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 7.apríl sl. Á fundi ÍTH þann 29. mars var vísað til fræðsluráðs tillögum nefndarinnar um aukna opnun sundstaða Hafnarfjarðar.
Fræðsluráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auka opnunartíma í sundlaugum Hafnarfjarðar. Farið verði að tillögum ÍTH sem fela í sér annars vegar að opið verði á svokölluðum ,,Rauðum dögum“, þe. á tilteknum hátíðisdögum í kringum páska, jól ofl. og hins vegar sumaropnun í Suðurbæjarlaug, þe. að sundlaugin verði opin lengur á kvöldin í tvo mánuði í sumar frá því sem verið hefur hingað til. Aukið aðgengi að sundlaugum er á meðal þess sem lögð er áhersla á í nýlegri Heilsustefnu Hafnarfjarðar og aðgerðaráætlun hennar. Kostnaður við þessa auknu þjónustu nemur um 3.500.000 kr á fjárhagsárinu 2017 og er lagt til að honum verði mætt með auknum tekjum af fasteignagjöldum umfram áætlun. Bæjarráð leggi til viðauka skv. þessari tillögu. Frekari útfærslur á auknu aðgengi að sundlaugum bæjarins verði teknar til skoðunar í fjárhagsáætlunargerð 2018.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirlagða tillögu um að auka opnunartíma í sundlaugum Hafnarfjarðar.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur upp í umræðu um fundarsköp.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs með 11 greiddum atkvæðum.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar til bæjarstjórnar til afgreiðslu.