Álagning sveitarsjóðsgjalda, gjaldskrár 2017
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1776
7. desember, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tillaga að álagningu fasteignagjalda 2017 og tillaga að gjaldskrám 2017.
Lagt fram á bæjarráðsfundi með fjárhagsáætlun 31. október s.l. og vísað til fyrstu umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Kristinn Andersen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Tillaga að álagningu fasteignagjalda árið 2017 sbr. tillögu að gjaldskrá 2017, samþykkt með Tillaga að álagningu fasteignagjalda árið 2016 sbr. tillögu að gjaldskrá 2016. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum. 4 sátu hjá.

Framlagðar gjaldskrár samþykktar með 7 greiddum atkvæðum. 4 sátu hjá.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur fram eftir farandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna: Í greinargerð með fjárhagsáætlun sem liggur fyrir fundinum segir að almennar hækkanir gjaldskráa um 3,9% séu í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs samkvæmt þjóðhagsspá. Þjóðhagsspá sem gefin var 4. nóvember sl. gerir hins vegar ráð fyrir 2,4% hækkun vísitölu neysluverðs á næsta ári. Að þessu leyti eru forsendur fjárhagsáætlunar augljóslega ekki réttar né þær upplýsingar sem kjörnum fulltrúum hafa verið gefnar í vinnu undanfarinna vikna, nú síðast á fundi bæjarráðs í síðustu viku.
Adda María Jóhannsdóttir
Gunnar Axel Axelsson
MArgrét Gauja MAgnúsdóttir
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir

Gert fundarhlé kl. 16:25, fundi framhaldið kl. 16:39.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur fram svohljóðandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar: Í greinargerð með fjárhagsáætlun segir orðrétt á bls. 8: "Í frumvarpi að fjárhagsáætlun er almennt gert ráð fyrir breytingum á gjaldskrá fyrir árið 2017 í samræmi við hækkun neysluverðsvísitölu 2017, samkvæmt þjóðhagsspá sem birtist í fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga, eða 3,9%." Lækkun þessa viðmiðs í 2,4% myndi hafa áhrif bæði á gjalda- og tekjuhlið, með þeim hætti að ýmis útgjöld bæjarins myndu lækka umtalsvert og er því hér um varfærnisáætlun að ræða. Ljóst er að ef verðlagsforsendur hefðu verið lækkaðar og síðan ekki staðist, gæti það leitt til þess að rekstur bæjarins færi í uppnám vegna skuldastöðu.
Rósa Guðbjartsdóttir
Kristinn Andersen
Unnur Lára Bryde
Ólafur Ingi Tómasson
Helga Ingólfsdóttir
Guðlaug Kristjánsdóttir
Einar Birkir Einarsson