Sandskeiðslína 1 og Kolviðarhólslína 2, viðræður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1774
9. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.nóv. sl. Umsókn frá Landsneti um leyfi til að fara um land.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kemur á fundinn.
Bæjarráð vísar svohljóðandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar heimilar Landsneti að leggja Sandskeiðslínu 1 og Kolviðarhólslínu 2 um land Hafnarfjarðar í samræmi við fyrirliggjandi erindi."
Svar

Í samræmi við fyrirliggjandi erindi heimilar bæjarstjórn Hafnarfjarðar, með vísan til 21. gr. raforkulaga nr. 65/2003, Landsneti að leggja Sandskeiðslínu 1 og Kolviðarhólslínu 2 um land Hafnarfjarðar.

Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.