Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag
Hellubraut 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1774
9. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð SBH frá 18.okt. sl. Frestað á fundi bæjarstjórnar 26.okt.sl. 8.liður úr fundargerð SBH frá 18.okt.sl. Tekið fyrir á ný erindi Gunnars Hjaltalín, Sævangi 44, Hafnarfirði, sem óskaði eftir að deiluskipulagi er varðar lóðina Hellubraut 7, yrði breytt og heimild veitt til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Jafnframt samþykkti skipulags- og byggingarráð að næsta nágrenni yrði kynnt skipulagstillagan sérstaklega með bréfi. Auglýsingatími er liðinn. Athugasemdir bárust með bréfi dags. 23.09.2016.
Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna umsögn um athugasemdirnar. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.10.2016.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulgsfulltrúar dags. 17.10. 2016 fyrir sitt leyti með þeim ábendingum sem komu fram á fundinum og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að henn i verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjarsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Stutta athugasemd gerir bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.
Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.
Fundarhlé kl. 14:36. Fundi framhaldið kl. 14:59.
Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar leggur fram sameiginlega tillögu bæjarstjórnar um að málinu verði frestað til næsta fundar.
Framlögð tillaga samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

Til máls öðru sinni tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Borghildur Sturludóttir svarar andsvari.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Fundarhlé kl. 15:35, fundi framhaldið kl. 15:48

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Hellubraut 5 og 7 sbr. fyrirliggjandi tillögu og að henni verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

3 greiða atkvæði gegn tillögunni. 1 situr hjá.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gagnrýna þá málsmeðferð sem þetta mál hefur fengið undir stjórn núverandi meirihluta. Gengið er þvert gegn nýlegu deiliskipulagi sem búið var að leggja mikla vinnu í og lagt til að yfir 100 ára hús verði rifið til að rýma fyrir nýbyggingum. Verið er að deiliskipuleggja tvær stakar lóðir í hverfi þar sem nýlegt deiliskipulag er í gildi sem hlýtur að teljast fordæmisgefandi. Þá gagnrýnum við að svör við athugasemdum voru ekki birt fyrr en eftir ítrekanir og umsögnin sem afgreiðslan byggir á er ódagsett og skráð í gögn bæjarins tveimur dögum eftir að afgreiðslan fór fram í skipulags- og byggingaráði. Við gerum einnig athugasemd við efnislega framsetningu umsagnarinnar þar sem athugasemdum er ekki öllum fyllilega svarað og ákveðnar staðreyndavillur varðandi nýtingarhlutfall lóðanna. Við gagnrýnum að verið sé að auka nýtingarhlutfall nú, einungis fimm árum eftir að núgildandi deiliskipulag var gert og einungis fyrir þessar tvær lóðir.
Adda María Jóhannsdóttir
Eva Lína Vilhjálmsdóttir
Eyrún Ósk Jónsdóttir
Sverrir Garðarsson

Fundarhlé kl. 15:50, fundi framhaldið kl. 16:00

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar leggja fram efirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árétta að málið hefur verið unnið í þverpólitískri sátt af fulltrúum allra flokka í skipulags- og byggingaráði. Verið er að gera breytingu á deiliskipulagi á tveimur lóðum á deiliskipulögðum reit sem er ekki nýlunda. Meðferð málsins er samkvæmt skipulagslögum.
Guðlaug Kristjánsdóttir
Rósa Guðbjartsdóttir
Kristinn Andersen
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Unnur Lára Bryde
Ólafur Ingi Tómasson
Helga Ingólfsdóttir

Eyrún Ósk Jónsdóttir víkur af fundi kl. 16:01 og Friðþjófur Helgi Karlsson kemur á fundinn.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120817 → skrá.is
Hnitnúmer: 10032501