Frístundaakstur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3469
10. ágúst, 2017
Annað
Fyrirspurn
4. liður í fundargerð fræðsluráðs frá 14. júlí sl. Drög að framkvæmd frístundaaksturs kynnt. Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu sem kemur fram í minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa um frístundaakstur og vísar málinu til bæjarstjórnar og í viðauka við fjárhagsáætlun 2017. Markmið verkefnisins er að nýta betur íþróttamannvirki, stytta vinnudag yngstu grunnskólabarnanna og koma betur til móts við óskir foreldra.
Svar

Geir Bjarnason mætir til fundarins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með vísan til viðauka við fjárhagsáætlun 2017 sem liggur fyrir í lið 6 á fundinum.

Bæjarráð leggur áherslu á að þessu fyrsta skrefi í endurvakningu frístundaaksturs verði fylgt eftir í samstarfi við alla aðila sem sinna frístundastarfi barna í Hafnarfirði. Útfærð verði þjónusta vegna tónlistarskóla, sundæfinga og annarrar tómstundaiðkunar.

Minnihluti leggur fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja óeðlilegt og ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið að samkvæmt tillögunni verði ekki hægt að nýta frístundabílinn fyrir annað en æfingar hjá þremur félögum og einungis í tengslum við þátttöku í fimleikum, handbolta og fótbolta. Leggjum við áherslu á að frístundaakstur eigi að standa til boða fyrir öll börn á umræddu aldursbili og öllum íþrótta- og tómstunda- félögum og skólum verði gert kleift að aðlaga þjónustu sína að verkefninu og skipuleggja kennslutíma og æfingatíma í samræmi við boðaða aksturstíma."