Gjaldfrjáls skóli - ókeypis skólagögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3469
10. ágúst, 2017
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 14. júlí sl. Fræðsluráð leggur til að frá og með komandi hausti muni Hafnarfjarðarbær útvega grunnskólanemendum námsgögn, þe. ritföng og stílabækur, þeim að kostnaðarlausu. Áætlaður kostnaður er um 20 milljónir króna. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar og viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar málinu til bæjarstjórnar og viðauka við fjárhagsáætlun 2017. Fræðslustjóra er falið að vinna að útfærslu málsins í samráði við skólastjóra.
Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna því að tillaga sem minnihlutinn hefur ítrekað lagt fram skuli loks hafa hlotið hljómgrunn og vera samþykkt hér í dag.
Fulltrúar Bjartar framtíðar og Sjálfstæðisflokks benda á að þetta er ekki samþykkt á tillögu minnihlutans. Sú tillaga gekk út á að ritfangakaup féllu niður frá og með 2018. Nú er lagt til og samþykkt hér að gera betur og hefja þetta verkefni strax í haust.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með vísan til viðauka við fjárhagsáætlun 2017 sem liggur fyrir í lið 6 á fundinum.