Undirhlíðanáma, breyting á deiliskipulagi vegna Sandskeiðslínu 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1771
28. september, 2016
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundarger SBH frá 22.sept.sl. Efla verkfræðistofa í umboði Landsnets óskar eftir að breyta deiliskipulagi í Undirhlíðanámu vegna raflína skv. meðfylgjandi gögnum. Matslýsing liggur fyrir skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulags- og byggingarfulltrúar vísuðu erindinu í skipulags-og byggingarráð á fundi sínum 14. sept. s.l.
Skipulags- og byggingarráð leggur eftirfarandi til við bæjarsjtórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyriliggjandi lýsingu og meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Til máls tekur bæjarfullrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

Framlögð tillaga: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010." borin undir atkvæði. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.