Land Geymslusvæðis ehf, losun úrgangsefna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 610
15. nóvember, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 2. nóvember s.l. var eftirfarandi máli vísað til skipulags- og byggignarráðs: Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 2. júni 2015 sótti Geymslusvæðið um leyfi til að taka á móti jarðvegsefnum til endurvinnslu. Einnig voru hugmyndir uppi um að taka á móti mold, fleyggrjóti, og grús. Skipulags- og byggingarráð óskaði frekari upplýsinga um umhverfisáhrif vinnslunnar og mengunarvarnir.
Lagt var fram svar Ástvaldar Óskarssonar f.h. Geymslusvæðisins dags. 18.05.15. Skipulags- og byggingarráð taldi upplýsingarnar ekki fullnægjandi og ítrekaði fyrri bókun.
Að fenginni ábendingu og eftir skoðun á staðnum kom í ljós að framkvæmdir við losun efnis voru hafnar án tilskyldra leyfa. Með bréfi dags. 03.08.2016 var lóðarhafa gert skylt að stöðva framkvæmdir.
Lögð fram greinagerð Verkfræðistofunar Efla dags. 05.10.2016 með viðbótarupplýsingum um malbiksafganga.
Svar

Lagt fram, afgreiðslu frestað.