Lóðir í Skarðshlíð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1763
13. apríl, 2016
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð BÆJH frá 7.apríl sl. Tekið fyrir að nýju, áður frestað á fundi bæjarráðs 30.mars sl.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað: Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að vinna að stofnun almenns leigufélags, leggja fram nauðsynlegt stofnfé og hefur kallað eftir samstarfi við sveitarfélögin um uppbyggingu leiguhúsnæðis. Markmið félagsins er m.a. að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. Ein af forsendum verkefnisins er samþykkt Alþingis á fyrirliggjandi húsnæðisfrumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra. Langur biðlisti er til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ eftir félagslegum íbúðum en fjöldi þeirra sem er á biðlista eftir íbúð og er skilgreindur í forgangi er um 200 fjölskyldur. Alls eru um 240 félagslegar íbúðir í Hafnarfirði og fyrirliggjandi er að sérstaklega ungt fólk á í miklum erfiðleikum með að fóta sig á húsnæðismarkaði eins og hann er í dag. Mikilvægt er að leitað sé leiða til þess að breyta því og mæta þeirri þörf sem er til staðar fyrir húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að bæjarstjóra verði falið að óska eftir viðræðum við Alþýðusamband Íslands um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu og kannað verði hvort samstarfsgrundvöllur sé til staðar með öðrum aðilum, t.d. öðrum frjálsum félagasamtökum og samvinnufélögum um byggingu búseturéttaríbúða. Niðurstöður þeirra viðræðna liggi fyrir áður en úthlutun fjölbýlishúsalóða fer fram.
Fundarhlé gert kl. 10:25. Fundi fram haldið kl. 10:43.
Afgreiðslu málsins er frestað.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi og leggur fram eftirfarandi breytingu á fyrirliggjandi tillögu "fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að bæjarstjóra verði falið að óska eftir viðræðum við Alþýðusamband Íslands um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu og kannað verði hvort samstarfsgrundvöllur sé til staðar með öðrum aðilum t.d. öðrum frjálsum félagasasmtökum og samvinnufélögum um byggingu búseturéttaríbúða." Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi svarar andsvari öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi kemur að stuttri athugasemd. Gunnar Axel Axelsson kemur að stuttri athugasemd. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi svarar andsvari.

Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur til að tillaga sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 30. mars s.l. verði samþykkt.

Til máls tekur Sverrir Garðarsson bæjarfulltrúi. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi kemur að andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari öðru sinni.

Gert fundarhlé kl. 18:50, fundi framhaldið kl. 19:56

Til máls tekur í þriðja sinn bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur fram eftirfarandi tillögu: "Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að bæjarstjóra verði falið að óska eftir viðræðum við Alþýðusamband Íslands um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu og kannað verði hvort samstarfsgrundvöllur sé til staðar með öðrum aðilum, t.d. öðrum frjálsum félagasamtökum og samvinnufélögum um byggingu búseturéttaríbúða. Stefnt skuli að því að niðurstöður þeirra viðræðna liggi fyrir áður en úthlutun fjölbýlishúsalóða fer fram. Afgreiðslu málsins að öðru leyti frestað."


Tillagan er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.