Skólaskipan í Suðurbæ
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1763
13. apríl, 2016
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð FRÆH frá 6.apríl sl. Tekið til umræðu á ný.
TLögð fram svohljóðandi tillaga ásamt greinargerð:
"Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu að gera kostnaðarúttekt á þeim möguleikum sem nefndir eru í minnisblaði, dagsettu þann 29. febrúar 2016, hvað varðar fjölgun leikskólaplássa í Suðurbæ."
Greinargerð: Fræðsluráð óskaði eftir því á fundi sínum 13. janúar sl., að gerð yrði úttekt á þörf fyrir leikskólapláss í Suðurbæ og að metnir yrðu þeir möguleikar sem eru í stöðunni. Minnisblað var lagt fram á fundi ráðsins þann 9. mars sl. þar sem farið var yfir leikskólapláss í bænum og hverfi voru borin saman með tilliti til fjölda barna og leikskólaplássa. Í minnisblaðinu kemur fram að fæst leikskólapláss miðað við fjölda barna eru í Vallahverfinu og í Suðurbæ. Leikskólinn Bjarkalundur verður opnaður í Vallahverfinu á komandi hausti, en þar er alls gert ráð fyrir 100 leikskólabörnum. Auk þess er undirbúningur hafinn að byggingu nýs leik- og grunnskóla í Skarðshlíð sem áætlað er að hefji starfsemi haustið 2017. Í minnisblaðinu kom fram að á deiliskipulagi við Öldugötu er 4-6 deilda leikskóli sem gæti mætt þessari þörf á leikskólaplássum innan hverfis. Að auki eru til teikningar sem gera ráð fyrir að leikskólinn Brekkuhvammur stækki um tvær deildir. Tilgangur tillögunnar er að gera fræðsluráði betur kleift að meta þá kosti sem í stöðunni eru, þannig að hægt verði að taka afstöðu til þess hvaða leiðir eru ákjósanlegastar og hvenær mögulegt verði að fara í slíkar framkvæmdir.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað: "Við fögnum því að fulltrúar meirihlutans hafi loks áttað sig á hversu illa Suðurbær er staddur hvað varðar leikskólapláss. Við teljum hins vegar ekki nóg að einungis sé horft til framtíðar heldur einnig mikilvægt að bregaðst við þeim vanda sem blasir við nú. Við leggjum því til eftirfarandi: 1)Við gerum það að tillögu okkar að starfsstöð Brekkuhvamms við Hlíðarbraut verði haldið opinni þar til ný úrræði fyrir hverfið hafa fengist. 2)Þá óskum við eftir því að skoðaðir verði möguleikar á því að útideild sem starfrækt hefur verið í Kaldársseli á vegum leikskólans Víðivalla verði flutt undir verksvið starfsstöðvarinnar við Hlíðarbraut þannig að það frábæra verkefni verði fram haldið og skapi þannig um leið fleiri pláss í Suðurbæ. Verkefnið var upphaflega sett á laggirnar m.a. til að bregðast við skorti á leikskólaplássum og því ekki úr vegi að það fái nú endurnýjað hlutverk á þeim stað þar sem þörfin er mest.
Adda María Jóhannsdóttir Sverrir Garðarsson"
Tillaga 1 frá minnihluta var felld með þremur atkvæðum meirihluta gegn tveimur atkvæðum minnihluta.
Tillaga 2 frá minnihluta var felld á jöfnu, tveir samþykktu og tveir voru á móti og einn sat hjá. Bókun:
Upphafleg tillaga sem lá fyrir fundinum var samþykkt samhjóða.
Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohjóðandi bókun. "Með tillögu meirihlutans er fram haldið frekari uppbyggingu á leikskólaþjónustu í bænum, sem er núna betri en áður hefur þekkst."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur að stuttri athugasemd.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur öðru sinni Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.