Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1778
18. janúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 6.jan. sl. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar þeim til bæjarstjórnar. Reglurnar verða endurskoðaðar fyrir 1.júní 2017.
Svar

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.
Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Fyrirliggjandi drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning samþykkt með 10 samhljóða atvæðum.