Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1790
13. september, 2017
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 8.sept.sl. Fjölskylduráð lýsir áhyggjum af þróun sérstaks húsnæðisstuðnings í kjölfar breytinga á lögum þar að lútandi um síðustu áramót. Miðað við fyrirliggjandi gögn um fjölda þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði virðist ný löggjöf ekki vera að ná tilgangi sínum.
Svar

2. varaforseti Kristinn Anderssen tekur við fundarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls og leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi tillögu að bókun:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir áhyggjur fjölskylduráðs af þróun sérstaks húsnæðisstuðnings í kjölfar breytinga á lögum þar að lútandi um síðustu áramót. Miðað við fyrirliggjandi gögn um fjölda þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði virðist ný löggjöf ekki vera að ná tilgangi sínum. Milli ára fækkar móttakendum sérstaks húsnæðisstuðnings í Hafnarfirði um þriðjung í kjölfar breyttra laga.
Jafnframt skorar bæjarstjórn á Alþingi að taka til skoðunar grunnfjárhæðir húsnæðisbóta við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2018 eins og lögin kveða á um, þar sem sérstaklega verði rýnd áhrif nýrra skilyrða á fjölda þeirra sem eiga rétt á þessum stuðningi og metið hvort sú þróun samrýmist þeim tilgangi laganna að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda vegna leigu á íbúðahúsnæði."

Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars og 2. varaforseti Kristinn Anderssen tekur við fundarstjórn í hennar stað. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn og ber ofangreinda tillögu að bókun upp til atkvæðagreiðslu. Er tillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum og telst bókunin því ályktun bæjarstjórnar.