Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1839
8. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið hvað varðar breytingu á byggingarreit reiðhallarinnar, fjölgun lóða fyrir minni hesthús við Fluguskeið og Kaplaskeið og breytingar á númerum húsa og lóðastærðum ásamt uppfærðri skilmálatöflu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag fyrir Sörla, hestamannafélag og að málsmeðferð verði í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.