Upplýsingamál, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3401
26. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju ofangreind fyrirspurn og lögð fram svör. Bæjarstjóri gerði grein fyrir svörunum.
Svar

Lagt fram.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðui fram eftirfarandi bókun:
"Minnisblað bæjarstjóra frá 23. febrúar sl. svarar ekki fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um það hvers vegna erindi til bæjarstjórnar sem barst bæjaryfirvöldum með formlegum hætti þann 13. janúar sl. frá foreldrafélagi Áslandsskóla hafi ekki enn verið komið á framfæri við kjörna fulltrúa í bæjarstjórn mánuði eftir að erindið barst til bæjarstjóra. Bréf foreldrafélags Áslandsskóla barst með formlegum hætti 13. janúar sl. Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG mótmæla því að það sé hlutverk bæjarstjóra að ákvarða hvort erindi sem þeim ætluð séu þeim kynnt. Það er heldur ekki hlutverk bæjarstjóra að stýra upplýsingaflæði til lýðræðislega kjörinnar bæjarstjórnar eftir eigin geðþótta eða á grundvelli flokkspólitískra hagsmuna.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG krefjast þess að bæjarstjóri fari að lögum og tryggi að erindi sem berast og eru ætluð lýðræðislega kjörinni bæjarstjórn eða þeim fastanefndum sem starfa í umboði hennar séu umsvifalaust kynnt öllum hluteigandi, það sé gert með fullnægjandi hætti og að farið sé eftir þeim skýru reglum sem bæjarráð hefur samþykkt um birtingu gagna með fundargerðum."

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
"Eins og skýrt hefur verið frá voru málsaðilar sammála um að umræddu erindi yrði ekki svarað fyrr en málsaðilar væru búnir að eiga fund til að skýra sýn sjónarmið frekar. Með hliðsjón af því taldi bæjarstjóri að eðlilegt væri að sá fundur færi fram áður en erindið yrði lagt fram í bæjarstjórn. Í þeim viðræðum sem fram hafa farið síðan á milli bæjaryfirvalda og stjórnar foreldrafélagsins hefur komið fram nokkuð misræmi í þeim gögnum sem unnið hefur verið með og þá sérstaklega varðandi fjölda nemenda í skólanum. Bæjarstjóri hefur verið í góða samtali við stjórn foreldrafélagsins og er unnið að því sameiginlega að komast að niðurstöðu í þessum. Leggja ber áherslu á að öll þau gögn sem stjórn foreldrafélagsins eru með og stjórnin byggði erindi sitt á voru fengin frá bæjaryfirvöldum. Rétt er að fram komi að erindi foreldrafélagsins hefur fylgt opinberum fundargögnum fundar fræðsluráðs frá 9. febr. sl."