Innheimtumál, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3401
26. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju ofangreind fyrirspurn og lögð fram svör. Sviðsstjóri gerði grein fyrir svörunum.
Svar

Lagt fram.

Gert var stutt fundarhlé.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áhyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG gagnrýna þá málsmeðferð sem fyrirspurn um innheimtumál hefur fengið. Upphafleg fyrirspurn var lögð fram í fræðsluráði þann 12. janúar sl, og aftur í bæjarráði þann 12. febrúar sl. Enn hafa ekki fengist fullnægjandi svör við ítrekuðum fyrirspurnum um það hvort og þá hve mörgum börnum hefur verið úthýst af leikskólum vegna vangreiddra leikskólagjalda né heldur hversu lengi sá tími hefur verið að hámarki.

Leikskólastigið gegnir afar þýðingarmiklu hlutverki og ótækt að börnum sé beitt með þessum hætti í innheimtuaðgerðum bæjaryfirvalda. Þó tilvik þar sem börnum er vísað af leikskólum vegna vangoldinna gjalda séu ekki mörg á ári teljum við hvert slíkt tilvik einu of mikið. Fullyrðingar bæjarstjóra í fjölmiðlum um að hvert einstakt atvik sé skoðað vel og gripið inn í eftir atvikum stenst heldur ekki fyllilega skoðun þar sem nýleg dæmi virðast um að börn hafi verið utan leikskóla svo mánuðum skiptir. Við ítrekum þær áhyggjur sem við höfum áður bent á varðandi hlut innheimtufyrirtækisins Motus í þessu sambandi en miðað við gögn sem lögð hafa verið fram kemur berlega í ljós hver áhrif hás innheimtukostnaður geta verið fyrir bæjarbúa, ekki síst tekjulægstu heimilin."

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Að undanförnu hafa bæjarfulltrúar fengið ítarlegar útskýringar, bæði skriflega og munnlega, á þeim þáttum sem komið hafa fram í fyrirspurnum minnihlutans um þessi mál. Ágreiningur hefur verið milli bæjarráðsmanna um hve nánar og eða persónugreinanlegar upplýsingar skuli birta opinberlega í fundargerðum. Óskað er eftir því að bæjarstjóri fái lögfræðilegt álit á því hve ítarlegar upplýsingar megi birta þannig að ekki sé rekjanlegt til viðkomandi einstaklinga.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálstæðisflokksins eru sammála ábendingum fyrrverandi meirihluta í bæjarráði um að rétt sé að endurskoða það verklag sem hefur verið við lýði að minnsta kosti sl. 10 ár í Hafnarfirði í innheimtumálum leikskólagjalda."