Hafnarstjórn - 1464
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3398
29. janúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 14. janúar sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 20.1. 1410395 - Skrifstofuhald. Lögð fram fyrirspurn frá Gylfa Ingvarssyni varðandi skrifstofuhald hafnarinnar. Niðurstaða fundar Hafnarstjórnar 9.12.2014 varðandi bókhaldskerfi var eftirfarandi:
Hafnarstjórn samþykkir að bókhald og launabókhald hafnarinnar verði fært í bókhalds- og launakerfi Hafnarfjarðarbæjar.
Tekin verði upp notkun stimpilklukku eins og hjá öðrum stofunum bæjarins.
Breytingarnar taki gildi um áramót.
Þarna er skýr ákvörðun um að flytja bókhald og launabókhald. Hafnarstjórn getur tekið ákvörðun um hvernig fyrirkomulag á framkvæmd þessara þátta. Þetta getur verið með ýmsum hætti t.d. framkvæmt á skrifstofu hafnarinnar (núverandi fyrirkomulag), aðkeypt þjónusta bókhaldsstofu/endurskoðenda eða að skrifstofa bæjarfélagsins tekur verkefnið að sér (það fyrirkomulag sem Hafnarstjórn hefur ákveðið). Gæta þarf þess að sá kostnaður sem höfnin ber af framkvæmd verkefnisins, sjái hún ekki sjálf um framkvæmd heldur bæjarskrifstofan, sé raunhæfur þannig að ekki sé hægt að halda fram að um styrk eða niðurgreiðslu á kostnaði sé að ræða. Ekkert í þessari ákvörðun Hafnarstjórnar stangast á við hafnalög (61/2003).
Verkefnin verða í framtíðinni unnin af starfsfólki bæjarskrifstofu. Yfirfærsla þeirra mun taka e-n. tíma og eftir er að útfæra nákvæmlega áfanga í því ferli. Starfsmaður á skrifstofu Hafnarfjarðarhafnar sem hefur sinnt þessum verkefnum lætur af störfum vegna aldurs um mánaðarmótin september/október og því er gott svigrúm til að framkvæma tilfærslu á verkefnunum.

Tekið verður upp H3 launakerfið, tímaskráningarkerfið Vinnustund og bókhaldskerfið Navision og samræmt kerfum bæjarins.
Launadeild bæjarins sér um vinnslu launa fyrir Höfnina (óbreytt).
Bókhald bæjarins sér um móttöku og skráningu allra reikninga er berast Höfninni.
Starfsmenn Hafnarinnar samþykkja alla reikninga (óbreytt).
Fjárreiðan sér um innheimtu og greiðslu reikninga.
Hafnarkerfi Nav tekið upp en hafnsögumenn sjá áfram um að skrá reikninga í því og senda út en fjárreiðudeildin mun senda greiðsluseðla í banka (óbreytt fyrir utan nýtt kerfi).
Uppgjör verða unnin hjá bænum.
Innheimta lóðaleigu.
20.2. 1501477 - Starfsmannahald Starfsmannamál hafnarinnar.
Til fundarins mættu Sólveig Gunnarsdóttir lögfræðingur fá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar. Farið yfir starfsmannamál hjá höfninni. 20.3. 1501086 - Óseyrarbraut 22 deiliskipulagsbreyting, Tillaga Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Óseyrarbrautar 22. Hafnarstjórn samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Óseyrarbrautar 22. 20.4. 1405031 - Óseyrarbraut 24, lóðarleigusamningur Hafnarstjóri lagði fram og skýrði leiðréttingu á lóðagjöldum fyrir Óseyrarbraut 24 Hafnarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið. 20.5. 1405032 - Óseyrarbraut 26, lóðarleigusamningur Hafnarstjóri lagði fram og skýrði leiðréttingu á lóðagjöldum fyrir Óseyrarbraut 26 Hafnarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið. 20.6. 1501384 - Suðurbakki, viðgerð Hafnarstjóri lagði fram yfirlit og tilboð í viðgerð á vesturhorni Suðurbakka. Hafnarstjórn samþykkir að láta vinna verkið sem allra fyrst. 20.7. 1409657 - Svæði vestan Austurbakka í Straumsvík Hafnarstjóri rifjaði upp erindi Rio-Tinto Alcan í Straumsvík um malbikun svæðisins milli Faðms og Austurbakka. Lagt fram.