Tjarnarvellir færsla, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 361
16. desember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu hvort færa eig Tjarnarvelli þannig að þeir verði í útjaðri bílastæðanna, næst Reykjanesbraut.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að koma með tillögu að endurhönnun gatnakerfis Tjarnarvalla. Jafnframt verði litið til þess að fegra svæðið með gróðri. Í tillögum sviðsins verði jafnframt kostnaðarmat við breytingarnar. Tjarnarvellir sem nú liggja meðfram verslunarhúsum og lóðum aðskilja bílastæði og þjónusturými. Mikil umferð gangandi fólks er frá bílastæðum yfir Tjarnarvelli sem skapar mikla hættu fyrir fótgangandi vegfarendur. Eðlilegt er að bílastæði liggi að verslunarrými.