Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 361
16. desember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar um matsskyldu. Dagur Jónsson vatnsveitustjóri mætti á fundinn.
Svar

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar unir ekki þeirri niðurstöðu Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð stóraukin vatnsvinnsla Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Vatnsendakrikum í Heiðmörk sé undanþegin mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Nú þegar liggja fyrir ítarlega rökstuddar sannanir um að fyrirhuguð dæling vatns úr Vatnsendakrikum hafi umtalverð áhrif á sjálfrennsli vatns úr vatnsbólunum í Kaldárbotnum og grunnvatn innan staðarmarka Hafnarfjarðar. Skipulags- og byggingarráð felur lögmanni sínum að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.