Stekkjarberg 9, deiliskipulag
Stekkjarberg 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1750
2. september, 2015
Annað
Fyrirspurn
4. liður úr fundargerð SBH frá 25.ágúst sl. Páll Gunnlaugsson ASK arkitektar leggur f.h. Ágústs M Ármann inn skipulagslýsingu fyrir lóðina dags. október 2014.Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.5.2015 að auglýsinga tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 4.5.2015 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði kynningarfundur 26. maí nk. Tillagan hefur verið auglýst, athugasemdir bárust. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að svörum við innkomnum athugasemdum. Lagður fram tölvupóstur lóðarhafa. Lögð fram ný tillaga ASK-arkitekta til að koma til móts við athugasemdir.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarfulltrúa, samþykkir skipulagið og að málinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Stekkjarberg 9 og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010." Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að uppdrættir af húsunum verði lagðir fyrir ráðið áður en þær koma til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og lagði til að málinu yrði frestað og vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framkomna frestunartillögu.