Flóttamenn, samningur um móttöku
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1750
2. september, 2015
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð FJÖH frá 26.8. sl.
Hópur flóttamanna er væntanlegur til landsins á haustmánuðum.
Fjölskylduráð lýsir yfir fullum vilja til þess að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar varðandi móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks.
Forseti kynnti eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn staðfestir samþykkt fjölskylduráðs frá 28. ágúst síðastliðnum um fullan vilja til að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar varðandi móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra áframhaldandi samtal við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu Hafnarfjarðarbæjar að verkefninu þar sem meðal annars verði horft til nýlegrar reynslu bæjarins af móttöku flóttafólks. Bæjarstjóra verði falið að upplýsa bæjarráð um framgang viðræðnanna á meðan á þeim stendur og leggja svo fram útfærða, tímasetta og kostnaðarmetna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins undir ræðu hennar, síðan Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu sem forseti kynnti með 11 samhljóða atkvæðum.