Ráðning bæjarstjóra
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1727
18. júní, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að staða bæjarstjóra verði auglýst laus til umsóknar. Undirbúningur starfslýsingar, hæfnis- og menntunarkrafna hefjist strax og væntanleg auglýsing verði lögð fyrir bæjarráðsfund í næstu viku. Í kjölfarið verði starfið auglýst."
Svar

Einar Birkir Einarsson tók til máls og gerði grein fyrir tillögunni.

Þá tók Margrét Gauja Magnúsdótir til máls og lagði fram breytingartillögu við fyrirliggjandi tillögu.

Gert var stutt fundarhlé.

Að loknu fundarhlé tók Margrét Gauja Magnúsdóttir til máls og dró fyrri tillögu sína til og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að staða bæjarstjóra verði auglýst laus til umsóknar og felur bæjarráði ábyrgð á faglegu ráðningarferli. Skal bæjarráð skipa þriggja manna valnefnd sem fær það hlutverk að greina starfið, skilgreina hæfniskröfur, stýra matsferlinu og meta hæfi umsækjenda. Í valnefndinni skuli vera 2 fulltrúar meirihluta og 1 fulltrúi minnihluta í bæjarstjórn. Undirbúningur hefjist strax og drög að ráðningarferli og auglýsingu verði lögð fyrir bæjarráð til staðfestingar í næstu viku. Í kjölfarið verði starfið auglýst laust til umsóknar."

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með þeim breytingum sem Margrét Gauja Magnúsdóttir kynnti.