Hafnarstjórn - 1453
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3382
10. júlí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26.6. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 24.1. 1406344 - Hafnarstjórn Hafnarfjarðar 2014 - 2018 Kristján Sturluson staðgengill bæjarstjóra setti fundinn.
Kristján lagði til að Unnur Lára Bryde verði kosinn formaður.
Hafnarstjórn samþykkti að Unnur Lára Bryde verði formaður hafnarstjórnar.

Formaður lagði til að Pétur Óskarsson verði kosinn varaformaður hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkti tillöguna. 24.2. 1310316 - Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2014 Afhentar ársskýrslur Hafnarfjarðarhafnar fyrir árin 2012 og 2013, ásamt fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2014.
Einnig var farið yfir rekstur hafnarinnar fyrstu 5 mánuði ársins. 24.3. 1406345 - Hafnasambandsþing 2014 Hafnarstjóri kynnti dagskrá Hafnasambandsþings, sem haldið verður á Dalvík og í Fjallabyggð 4. og 5. september 2014. 24.4. 1402300 - Hótel- og ferðaþjónusta í Hafnarfjarðarhöfn Hafnarstjóri kynnti ósk Veitingalistar um aðstöðu fyrir hótel- og veitingaskip í Hafnarfjarðarhöfn. Ennfremur kynnti hann athuganir sem þegar hafa farið fram á mögulega staðsetningu slíks skips. Ný hafnarstjórn tekur vel í málið og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram 24.5. 1208466 - Viðlegugjöld flotkvía, viðræður Tekin fyrir ósk Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. dagsett 7. apríl 2014, undirritað Eiríkur Ormur Víglundsson, þar sem farið er fram á viðræður um endurskoðun bryggjugjalda fyrir flotkvíar fyrirtækisins ofl. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við forsvarsmenn Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. 24.6. 1112128 - Umhverfisstefna Hafnarfjarðarhafnar Farið yfir umhverfismál á hafnarsvæðinu.