Húsverndunarsjóður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1726
28. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga: "Settur verði á stofn Húsverndunarsjóður Hafnarfjaðar sem hafi það hlutverk að veita styrki til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum í Hafnarfirði sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss og í samræmi við sjónarmið minjavörslu. Markmið með stofnun sjóðsins er að styðja við almenn markmið um verndun þess verðmæta menningararfs sem felst í gömlumhúsum og mannvirkjum í bænum, og eru í góð samræmi við áherslu og markmið sem sett eru fram í nýsamþykktu aðalskiplagi fyrir Hafnarfjörð 2013-2025. Ráðstöfunarfé sjóðsins skal ákveða í fjárhagsáætlun ár hvert og skal því varið í samræmi við tilgang sjóðsins. Nánari tilhögun og úthlutunarreglur verið unnar í samvinnu Skipulags- og byggingarsviðs og Byggðasafns Hafnarfjarðra fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 og verði horft til sambærilegra sjóða varðandi verklagsreglur og faglega úthlutun."
Greinagerð: Í anda nýsamþykkts aðalskipulags fyrir Hafnarfjörð 2013-2025 er lagt til að stofnaður verði Húsverndunarsjóður Hafnarfjarðar. Sjóðnum er ætlað að styrkja við og hvetja almenning og framkvæmdaaðila í bænum til að vinna að verndun menningarminja í bænum, einkum byggingaraarfsins sem um leið getur haft jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnulífs, hvort sem um er að ræða menningartengda ferðaþjónustu eða þá vinnu sem felst í faglegri endurgerð gamalla húsa og handverki því tengdu. Mikilvægt er að stjórnun sjóðsins sé þverfagleg og samsett fulltrúum sem hafa þekkingu á skipulagsmálum, sögu og menningu svæðisins ásamt þekkingu á gömlu handverki og aðferðum við endurgerð ? og viðgerð gamalla húsa. Reynslan hefur sýnt að gamlir miðbæjir þar sem rækt er lögð við gömul hús og umhverfi þeirra geta haft afar jákvæð áhrif á uppbyggingu svæða m.a. fasteignaverð. Áhersla á húsverndun og menningararf geta því verið mikil lyftistöng fyrir Hafnarfjörð og styrkt bæði atvinnu- og menningarlíf á svæðinu.
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu: Í stað "Settur verður á stofn.." komi "Endurvakinn verði Húsverndunarsjóður Hafnarfjarðar frá árinu 2002 sem..."
Jafnframt lagði hún til að tillögunni yrði vísað til nánari útfærslu í bæjarráði auk þess sem greinargerðin yrði uppfærð miðað við fyrirliggjandi breytingartillögu.

Þá tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls og þá Sigríður Björk Jónsdóttir aftur.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að vísa fyrirliggjandi tillögu ásamt breytingartillögu til bæjarráðs.