Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1726
28. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
18.liður úr fundargerð SBH frá 23.maí sl. Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi dags. 21.10.13. Umsagnir til stjórna Reykjanessfólkvangs og Umhverfisstofnunar hafa borist. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar 1. hluti. Erindið var sent til umsagnar Grindavíkurbæjar. Skipulags- og byggingarráð minnir á mikilvægi þess að verktakar séu meðvitaðir um staðsetningu fornleifa svo þær raskist ekki af vangá. Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagskipulag fyrir Seltún í Krýsuvík dags. 16.12.2013 og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.