Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 354
23. september, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju umsókn Landsnets dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Áðir lögð fram skýrsla Eflu dags. apríl 2014: Lýsing mannvirkja við útgáfu framkvæmdaleyfis, matsskýrsla Eflu dags. 10.08.09, yfirlitskort, álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum dags. 17.09.09, leyfi Orkustofnunar dags. 05.12.13, og ákvarðanir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 24.02.14 um eignarnám og teikningar af möstrum. Við samþykkt breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir Suðvesturlínur var sá fyrirvari gerður um nákvæma legu línustæða að þeim verði hnikað til ef áður óþekktar fornminjar eða náttúruminjar koma í ljós við nánari athugun Hafnarfjarðarbæjar. Lögð fram viðbótar fornleifaskráning Fornleifastofunnar dags. Apríl 2014. Lagðar fram umsagnir Byggðasafns Hafnarfjarðar og Minjastofnunar Íslands. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að gera þurfi ítarlegri fornleifarannsóknir og framkvæma hættumat að nýju.
Svar

Skipulags-og byggingarráð samþykkir að ráðinn verði lögmaður með sérþekkingu á sviði skipulagsmála til aðstoðar varðandi lagalega stöðu aðila í málinu og felur sviðsstjóra að ganga frá málinu í samvinnu við bæjarstjóra.