Átak gegn heimilisofbeldi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1722
2. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að beita sér fyrir átaki gegn heimilisofbeldi. Í því skyni verði óskað eftir samstarfi við sveitarfélög og lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, lögregluskólann, grasrótar- og stuðningssamtök til að stuðla að auknu samstarfi, þekkingarmiðlun og bættu verklagi til að taka á þeim heimilisofbeldismálum sem upp koma. Sérstaklega verði horft til þess árangurs sem náðst hefur á Suðurnesjum og víða á Norðurlöndum með breyttu og bættu verklagi.
Svar

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Geir Jónsson, síðan Gunnar Axel Axelsson, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar.

Kristinn Andersen tók þessu næst til máls, síðan bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir sem lagði til svohljóðandi breytingartillögu: í stað orðanna "beita sér fyrir" komi "fela fjölskylduráði að undirbúa" átak gegn heimilisofbeldi.
Guðfinna Guðmundsdóttir tók þá til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu með þeirri breytingu sem bæjarstjóri lagði fram.