Sýslumannsembættin
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1722
2. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum af fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í frumvarpi innanríkisráðherra sem nú er til meðferðar á Alþingi og gera ráð fyrir fækkun sýslumannsembætta. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að fella eigi niður sýslumannsembættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi og stofn þess í stað eitt embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Sýslumannsembættið í Kópavogi og Hafnarfirði er gjörólík sýslumannsembættinu í Reykjavík. Embættið í Kópavogi og Hafnarfirði fer með mun fleiri málaflokka og alla þjónustu sem þá varðar s.s. innheimtu opinberra gjalda, umboðsstörf fyrir Tryggingastofnun ríkisins og útgáfu ökuskírteina og vegabréfa. Í Reykjavík sinna þrjú embætti þessum málaflokkum sem öll eru staðsett í miðbæ Reykjavíkur. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallar eftir samráði við sveitarfélögin höfuðborgarsvæðinu vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga sem gera ráð fyrir fækkun sýslumannsembætta.
Svar

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Helga Ingólfsdóttir, síðan bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu bæjarstjóra Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur.
Þá tók Gunnar Axel Axelsson til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi ályktun með 11 atkvæðum.