Móttökuskemmur fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir, lánasamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1712
16. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
11. liður úr fundargerð BÆJH frá 14.okt. sl. Lagt fram erindi stjórnar Sorpu bs. dags. 2. október 2013 þar sem óskað er eftir staðfestingu á lántöku fyrirtækisins hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna byggingar á móttökuskemmum vegna móttöku á skilagjaldsskyuldum umbúðum. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir hér með að veita Sorpu bs, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 31. dese,ber 2012 í Sorpu bs. vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 160.000.000 kr. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og veitir bæjarstjórn Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar ofangreindri ábyrgð skv. heimild í 2. mgr. 68. greinar sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við endurvinnslustöðvar Sorpu bs., sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn eigenda Sorpu bs. til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Hafnarfjarðarbær selji eignarhlut í Sorpu bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt. 121066-4919, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessar."
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.

Varaforseti las upp tillögu um að málinu yrði vísað til frekari skoðunar í umhverfis- og framkvæmdaráði og afgreiðslu því frestað í bæjarstjórn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.