Flugvellir 1, lóðarumsókn, úthlutun
Flugvellir 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1711
2. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð SBH frá 27.sept. sl. Tekin til umfjöllunar umsókn Icelandair um breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 ásamt gerð deiliskipulags fyrir lóð milli Tjarnarvalla 15 og Selhellu 1. Svæðið er skilgreint sem blanda af stofnanasvæði og opnu svæði til sérstakra nota.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi, þannig að svæðið verði skilgreint sem athafnasvæði. Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að gera tillögu að deiliskipulagi svæðisins í samráði við skipulags- og byggingarsvið. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla 15 og Selhellu 1, þannig að svæðið verði skilgreint sem athafnasvæði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hafin verði gerð deiliskipulags fyrir svæðið."
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Sigríður Björk Jónsdóttir.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 222263 → skrá.is
Hnitnúmer: 10110904