Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1733
29. október, 2014
Annað
Fyrirspurn
23.liður úr fundargerð BÆJH frá 27.okt.sl. Lagður fram viðauki IV við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2014.
Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi viðauka IV við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans.
Svar

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók þá til máls, þá bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson, síðan Gunnar Axel Axelsson, þá bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson aftur, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Haraldar L. Haraldssonar.

Gert var stutt fundarhlé.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 7 atkvæðu, 4 sátu hjá.

Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóð og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Mikilvægt er að framsetning viðauka sé með þeim hætti að auðvelt sé að átta sig á þýðingu hans og gerð sé grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið vegna ytri áhrifaþátta s.s. kjarasamninga og verðlagsþróunar, vegna ákvarðana sveitarstjórnar sem og öðrum breytingum sem kann að að vera ástæða til að færa í viðauka. Þá er lykilatriði að okkar mati að gerð sé grein fyrir því með skýrum hætti hvernig mæta eigi ákvörðunum um ný útgjöld eða tekjulækkun. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemd við viðaukann eins og hann er framsettur og telja hann ekki til þess fallinn að skýra hvaða frávik hafa orðið frá gildandi fjárhagsáætlun og hvernig þau eru tilkomin, né heldur hvernig þeim verður mætt.

Þrátt fyrir þær skýringar sem hafa komið fram á fundinum , bæði munnlega og skriflega, telja bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sér ekki fært að samþykkja viðaukann og sitja því hjá við afgreiðslu hans."