Ásvellir, skólagarðar
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 323
28. maí, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Geir Bjarnason starfandi æskulýðsfulltrúi óskar eftir því í tölvpósti dags. 17. maí sl. fh. Fjölskylduráðs að starfrækja skólagarða við Ásvelli. Garðarnir eru hugsaðir fyrir börn 6 ára og eldri og jafnvel líka fyrir íbúa hverfisins. Stærðin er u.þ.b. 500 fm. Undirritað samkomulag við Hauka liggur fyrir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð heimilar að hluti þess lands sem nú þegar er skilgreint á deiliskipulagi íþróttasvæðisins fyrir grasvöll verði nýtt fyrir skólagarða enda hafi sú framkvæmd ekki takmarkandi áhrif á framtíðarnýtingu. Sem tímabundið verkefni telst framkvæmdin ekki deiliskipulagsskyld, en mælst er til þess að notkun tilbúins áburðar sé í lágmarki.