Hvers er að minnast ? Örsögur, umsókn um að setja upp 8 álþynnuskilti.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 323
28. maí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Björg Magnúsdóttir óskar eftir í tölvupósti dags. 21 mai sl. um að setja um 8 álþynnuskilti skv. meðfylgjandi gögnum. Umsóknin hlaut styrk menningar- og ferðamálanefndar á þessu ári. Umsögn Umhverfis- og Framkvæmdasviðs liggur fyrir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Í erindi umsækjanda er óskað eftir því að setja upp skilti á mögulega húsvegg, grindverk eða strætóskýli, eða á stöðum þar sem umferð gangandi vegfarenda er mikil. Skipulags- og byggingarráð mælir ekki með að skilti séu sett upp á ljósastaura þar sem skiltin þurfa vegna öryggissjónarmiða að vera i talsverðri hæð sbr. tilmæli í skiltareglugerð Hafnarfjarðar. Hins vegar sé tímabundin heimild á húsveggjum, grindverkum og öðrum stöðum svo framarlega sem fyrir liggi samþykki lóðarhafa hverju sinni.