Ráðning æðstu stjórnenda skv. 56. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 90. gr. Samþykkta um stjórn Hafnarfjarðkaupstaðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1698
27. febrúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Við endanlegt mat á öllum gögnum 34 umsækjenda, þeim viðtölum sem tekin voru og þeirra upplýsinga og umsagna sem aflað var um umsækjendur, rýningu hlutlægra og huglægra hæfnisþátta er það samhljóða niðurstaða starfshóps um ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslu Hafnarfjarðarkaupstaðar að Kristján Sturluson er metinn hæfastur í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Í samræmi við þá niðurstöðu leggur starfshópurinn eftirfarandi til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráða Kristján Sturluson, framkvæmdastjóra, í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu Hafnarfjarðarkaupstaðar og er bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningasamningi við Kristján."
Gunnar Axel Axelsson (sign) Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign)
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.