Gjaldskrár Hafnarfjarðarbæjar 2013
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1693
5. desember, 2012
Annað
Fyrirspurn
10.liður úr fundargerð BÆJH frá 29.nóv. sl. Lagðar fram tillögur að breytingum að gjaldskrám Hafnarfjarðarbæjar 2013.
Lagðar fram tillögur fjölskylduráðs, fræðsluráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs að breyttum gjaldskrám. Einnig að reglum um greiðslur til dagforeldra og einkarekinna skóla. Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir eftirfarandi fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir árið 2013: Gjaldskrá vatnsveitu: vatnsgjald verður 0,105% af fasteignamati Gjaldskrá fráveitu: fráveitugjald verður 0,195% af fasteignamat Gjaldskrá umhverfa og framkvæmda: kostnaður vegna yfirborðsframkvæmda og matjurtagarðar Gjaldskrá bílastæða á Tjarnarvöllum Gjaldskrá um sorphirðu Gjaldskrá um hreinsun taðþróa í Hlíðarþúfum Gjaldskrá bókasafns Gjaldskrá leikskóla 1. janúar 2013 Gjaldskrá leikskóla 1. ágúst 2013 Gjaldskrá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu Gjaldskrá sumarnámskeið Gjaldskrá heimsent fæði Gjaldskrá fæði í Vinaskjóli Verðskrá félagsstarf aldraðra Gjaldskrá skólagarðar Gjaldskrá frístundaheimili Gjaldskrá sundlaugar Hafnarfjarðar Gjaldskrá fyrir þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftirfarandi reglur um niðurgreiðslur: Reglur um greiðslur til dagforeldra 1. janúar 2013 Reglur um greiðslur til dagforeldra 1. ágúst 2013 Reglur og skilyrði um greiðslur til einkarekinna leikskóla Reglur um greiðslur til einkarekinna grunnskóla.?
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu varðandi Gjaldskrá bílastæða á Tjarnarvöllum sem upphaflega samþykkt var í umhverfis- og framkvæmdaráði 28. nóvember sl.: "Rekstrar- og viðhaldskostnaður pr. stæði verður 3.337 kr."

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða breytingartillögu með 6 atkvæðum. 5 sátu hjá.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 6 atkvæðum framlagða tillögu bæjarráðs frá 29. nóvember sl. varðandi gjaldskrár fyrir árið 2013 með áorðnum breytingum. 5 sátu hjá.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 6 atkvæðum framlagða tillögu bæjarráðs frá 29. nóvember sl. varðandi reglur um niðurgreiðslur á árinu 2013. 5 sátu hjá.