Fléttuvellir 35, hlaðinn veggur á lóðarmörkum.
Fléttuvellir 35
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 449
27. febrúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Komið hefur í ljós að byggð hefur verið hleðsla á vegg á lóðarmörkum við hús nr 35 við Fléttuvelli. Veggurinn er ekki sýndur á samþykktum teikningum og er mun stærri en ákvæði í byggingarreglugerð segja til um. Í greinagerð deiliskipulags Valla 4 kemur fram að leyfilegt sé að reisa girðingu allt að 180 cm háa innan lóðarmarka í minnst 180 cm frá lóðarmörkum. Um girðingar gilda að öðru leyti fyrirmæli byggingarreglugerðar 67.gr. 3 kafla. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.10.12 kröfu um að veggurinn yrði fjarlægður. Ekki hefur verið brugðist við því.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli um að fjarlægja vegginn. Verði ekki brugðist við því innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita úrræðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 200155 → skrá.is
Hnitnúmer: 10085191