Suðurhella 7, byggingarstig og notkun
Suðurhella 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 449
27. febrúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Suðurhella 7 sem er á athafnasvæði er skráð á bst. 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og búið að taka í notkun. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna, en frestur var veittur til 09.03.11. Skipulags- og byggignarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni fokheldisúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Ekki hefur var brugðist við erindinu og skipulags- og byggignarfulltrúi lagði dagsektir á byggingartjóra Bergsvein Jakobsson og eigendur: Suðurhellu ehf, Stálnaust ehf, Flúx ehf, Suðurhellu 7 ehf og Frystitækni ehf í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 kr. 20.000 á dag frá og með 01.02.13 yrði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Stálnaust óskaði eftir fresti f.h. húsfélagsins, meðan nýr byggingarstjóri væri ráðinn. Frystitækni er með væntanlegan byggingarstjóra og vill ekki vera í samfloti með hinum eigendunum.
Svar

Lokafrestur er veittur til 01.04.13. Hafi ekki verið sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma og sameiginlegur byggingarstjóri ráðinn koma dagsektir til innheimtu. Skipulags- og byggingarfulltrúi er ekki sáttasemjari milli eigenda og lengri frestur verður ekki veittur.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 204737 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092986