Breiðvangur, akstur Strætó
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1688
10. október, 2012
Annað
Svar

Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. Þá Helga Ingólfsdóttir. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.

Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að tekið verði fullt tillit til framkominna athugasemda íbúa við Breiðvang um leiðakerfið og leggja til að leiðakerfið verði endurskoðað með hliðsjón af framkomnum athugasemdum frá íbúum sem og áliti Umferðarsstofu sem tekur undir athugasemdir íbúanna. Breyting verði gerð á leiðakerfinu þannig að vagnarnir keyri ekki hring um Breiðvang sem tekur um eina mínutu í akstri."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign)
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).


Gert stutt fundarhlé.

Helga Ingólfsdóttir vék af fundi kl. 16:00. Í hennar stað mætti Ólafur Ingi Tómasson.

Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Ákvörðun um nýtt leiðarkerfi Strætó var samþykkt mótatkvæðalaust og í fullri samstöðu í umhverfis- og framkvæmdaráði síðastliðið vor. Markmiðið með hinu nýja leiðarkerfi og aukinni tíðni er að bæta þjónustu við íbúa bæjarins og aðlaga þjónustuna að þörfum yngstu íbúanna.
Athugasemdir íbúa við Breiðvang komu fram eftir að nýtt leiðarkerfi var tekið í notkun. Haldinn hefur verið fundur með fulltrúum íbúa þar sem farið var í gegnum ólík sjónarmið og framkomnar tillögur um breytingu á áður samþykktu leiðarkerfi. Á þann fund voru m.a. fulltrúar Strætó bs og fulltrúar íbúa.
Í framhaldi af þeim fundi var forsvarsmönnum Strætó falið að útbúa minnisblað um mögulegar lausnir á málinu, m.a. byggt á þeim athugasemdum sem fram höfðu komið frá íbúum við Breiðvang og þeim umræðum sem átt höfðu sér stað á fyrrgreindum fundi og þeim upplýsingum sem þar komu fram.
Umrætt minnisblað var lagt fram á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs sem haldinn var í dag. 10. október. Á grundvelli þess samþykkti meirihluti umhverfis- og framkvæmdaráðs að boða til almenns samráðsfundar með íbúum Norðurbæjarins þann 18. október nk. til að leita ásættanlegra lausna varðandi leiðarkerfi Strætó bs. í Norðurbænum."

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign),
Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign).

Forseti tók við fundarstjórn að nýju.