Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2012
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1688
10. október, 2012
Annað
Svar

Forseti las upp svohljóðandi tillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með lánasamnning við Íslandsbanka að fjárhæð kr. 600.000.000 þ.e. skammtímafjármögnun í formi yfirdráttarláns á veltureikningi í íslenskum krónum í samræmi við samþykkta skilmála lánasamningsins sem liggja fyrir fundinum.
Jafnframt er Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt. 121066-4919 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast þessum samningi."


Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum. 5 sátu hjá.

Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá þar sem hvorki höfðu borist gögn um málið fyrir fundinn né kynning átt sér stað í bæjarráði."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign) og Ólafur Ingi Tómasson (sign).