Hafnarstjórn - 1412
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3326
6. september, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 4. 9. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 20.1. 1003131 - Frystigeymsla Hafnarstjóri fór yfir samantekt verkfræðistofunnar Eflu á kostum þess að reysa öfluga frystigeymslu í Hafnarfjarðarhöfn Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við hagsmunaaðila um framhald málsins. 20.2. 1006284 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun. Varaformaður hafnarstjórnar fór yfir vinnu, sem hafin er við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar. Hafnarstjórn samþykkir að boða til vinnufundar vegna endurskoðunar á skipulagi á hafnarsvæði Hafnarfjarðar. 20.3. 1107199 - Áhættumat starfa hjá Hafnarfjarðarhöfn Hafnarstjóri skýrði frá vinnu við áhættumat starfa hjá Hafnarfjarðarhöfn, hver staðan er og hvernig framhaldið verður. 20.4. 1011004 - Gasfélagið ehf., framlenging lóðarleigusamnings Hafnarstjóri greindi frá ákvörðun bæjarráðs um framlengingu lóðaleigusamnings Gasfélagsins í Straumsvík. 20.5. 0909104 - Saga Hafnarfjarðarhafnar Ingvar Viktorsson, formaður ritnefndar greindi frá stöðu verkefnisins.