Miðvangur 41, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa
Miðvangur 41
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 303
14. ágúst, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn Jóns I. Garðarssonar ehf þar sem spurst er fyrir um möguleika á að breyta bakaríi á jarðhæð í íbúðarhúsnæði. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í sambærilega fyrirspurn. Á fundi hjá húsfélaginu 20.06.12 var samþykkt af hálfu húsfélagsins að gefa leyfi fyrir breytri notkun á húsnæðinu. Einnig var gefið leyfi fyrir breytingu á útliti gafls til vesturs af hálfu húsfélagsins. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 11.07.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð telur breytingar á þjónusturými á neðstu hæð í íbúðir hvorki samræmast ákvæðum byggingarreglugerðar né gildandi deiliskipulagi og tekur því neikvætt í fyrirspurnina.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121904 → skrá.is
Hnitnúmer: 10036741