Háabarð 4, fyrirspurn
Háabarð 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 303
14. ágúst, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi Magðalenu Óskar Einarsdóttur Háabarði 4 leggur fram fyrirspurn um að skipta eigninni í tvær íbúðir. Athugasemd er gerð við fyrri afgreiðslu málsins, þar sem leiðbeiningarskyldu hafi ekki verið gætt. Skipulags- og byggingarráð tók neikvætt í fyrirspurnina 15.05.12 þar sem lofthæð samræmdist ekki skilyrðum byggingarreglugerðar og fjöldi bílastæða væri ekki í samræmi við deiliskipulag. Lagður fram tölvupóstur frá Dúa J. Landmark dags. 31.07.12 þar sem óskað er eftir leiðbeiningum af hálfu ráðsins um þær breytingar sem þyrftu að eiga sér stað til að þessi breyting yrði samþykkt, og helst að fá fulltrúa af hálfu bæjarfélagsins til að gera úttekt á húsnæðinu og sinna þar með þeirri leiðbeiningaskyldu sem sveitarfélagið gerði ekki á þeim tíma sem teikningar og hugmyndir að breytingum voru kynntar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við aukaíbúð í húsinu ef áður tilgreind skilyrði um þakhæð og bílastæði eru uppfyllt, og vísar að öðru leyti til greinar í deiliskipulagsskilmálum fyrir hverfið. Jafnframt bendir skipulags- og byggingarráð á eftirfarandi ákvæði í sömu grein: "Aukaíbúð með einbýlishúsi getur ekki orðið séreign þar sem íbúðarhús með tveimur íbúðum flokkast ekki sem einbýlishús heldur fjöleignarhús."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120655 → skrá.is
Hnitnúmer: 10031692