Ráðning bæjarstjóra
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1684
27. júní, 2012
Annað
Svar

Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráða Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði frá og með 28. júní 2012 og til loka kjörtímabils núverandi bæjarstjórnar sem kosin var árið 2010. Um kaup og kjör fer samkvæmt þeim samningi sem nú gildir um kaup og kjör bæjarstjórans í Hafnarfirði".

Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign),
Guðný Stefánsdóttir (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign) og Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls.