Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1684
27. júní, 2012
Annað
Fyrirspurn
Fundargerð fræðsluráðs frá 11.júní sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 25. júní sl. Fundargerð bæjarráðs frá 14.júní sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.júní sl. Fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 26. júní sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 13. júní sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 6.júní sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 20.júní sl. a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 21.maí sl. b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30.maí sl.
Svar

Guðný Stefánsdóttir tók til máls undir 1. lið - Fatlaðir, málefni -, og 10. lið - Tillaga um fjölskyldumiðaða þjónustu við börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra - í fundargerð fjölskylduráðs frá 13. júní sl. Geir Jónsson tók til máls undir 6. lið - Aldraðir, málefni - og 9. lið - Fjárhagsleg samskipti bæjarins og íþróttahreyfingarinnar - og 3. lið - Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli (tómstundamiðstöðvar) - í fundargerð fjölskylduráðs frá 13. júní sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson tók til máls að nýju undir 3. lið og 5. lið - Vinnuskólinn - í fundargerð fjölskylduráðs frá 13. júní sl. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Guðný Stefánsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 1. lið - Almenningssamgöngur, innanbæjarakstur - í fundargerð bæjarráðs frá 14. júní sl. og 3. lið - Áslandsskóli, íþróttahús - fundargerð fræðsluráðs frá 25. júní sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Ólafur Ingi Tómasson tók til máls undir 5. lið - Trúar- lífsskoðunarfélög og skólastarf - í fundargerð fræðsluráðs frá 11. júní sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Ólafs Inga Tómassonar. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmunsson kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 3. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 25. júní sl. og 8. lið - Víðivellir, skógardeild - í fundargerð bæjarráðs frá 14. júní sl. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls undir 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 14. júní sl. og og 3. lið - Foreldraráð Hafnarfjarðar, mikilvægi Frístundabílsins - í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 20. júní sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari.

Helga Ragnheiður Stefánsdóttir vék af fundi kl. 16:50. Í hennar stað mætti Valdimar Svavarsson.

Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 3. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 25. júní sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 14. júní sl., 5. lið - Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag -- í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 12. júní sl. og 13. lið - Aðalskipulag Hafnarfjarðarbæjar, heildarendurskoðun - í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 26. júní sl.

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Skólamálin í mikilli óvissu.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála varðandi skólaskipan næsta haust og ljóst er að þær tillögur, sem starfshópur um málið lagði fram í apríl, til að leysa húsnæðisvanda í nokkrum skólum bæjarins, ná ekki fram að ganga fyrir haustið eins og að var stefnt. Meðal annars er nú ljóst að ekki verður ráðist í byggingu viðbótarhúsnæðis við Áslandsskóla eins og vonir stóðu til en í þess stað ákveðið að setja upp þrjár lausar kennslustofur við skólann fyrir haustið. Slík framkvæmd er tímabundin en kostnaðarsöm fyrir bæjarfélagið og með ólíkindum að ekki skuli liggja fyrir kostnaðaráætlun áður en ákvörðunin er tekin.
Einnig hefur skyndilega verið ákveðið að stofna svokallaða skógardeild við leikskólann Víðivelli sem mun hafa aðsetur í Kaldárseli. Kostnaðurinn er afar mikill, meðal annars leigu,- orku- og aksturskostnaður og óljóst er hvort gera þurfi einhverjar lagfæringar á húsnæðinu til að það uppfylli kröfur um öryggi og aðbúnað fyrir leikskólabörn. Einnig hefur sams konar deild verið stofnuð við leikskólann Hlíðarenda.
Við Hvaleyrarskóla er einnig óljóst hvernig húsnæðismál þróast fyrir haustið og það þótt svo langt sé komið inn í sumarið."
Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

Gert stutt fundarhlé.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Úrlausnir í skólamálum leik- og grunnskóla eru í eðlilegum farvegi.
Enn og aftur koma fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram með bókanir um áhyggjur vegna ákvarðanna sem þegar hafa verið teknar en ekki með tillögur þegar málin eru til umfjöllunar í ráðum og nefndum sveitarfélagsins."


Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)
Guðný Stefánsdóttir (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).