Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2011, síðari umræða
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1681
9. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Áður frestað á fundi bæjarstjórnar 25.apríl sl. 5.liður úr fundargerð BÆJH frá 23.apríl sl. Lagður fram ársreikningur 2011 fyrir bæjarsjóð Hafnarfjarðar og fyrirtæki hans.
Bæjarráð vísar ársreikningi 2011 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram tillögu um að málinu yrðu frestað til næsta fundar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu um frestun um málsins.
Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum á fundi sínum þ. 2.maí sl. að vísa ársreikningi 2011 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Síðari umræða í bæjarstjórn:

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Rósa Guðbjartsdóttir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Kristinn Andersen. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Kristinn Andersen kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson tók til máls. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Annar varaforseti, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Geir Jónsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur.

Gengið til atkvæðagreiðslu um framlagðan ársreikning 2011.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samantekinn ársreikning fyrir A-hluta, þ.e. ársreikning Aðalsjóðs, ársreikning Eignasjóðs og ársreikning GN-eigna ehf. með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samantekinn ársreikning fyrir A- og B-hluta sem er ársreikningur A hluta og B hluta sem samanstendur af ársreikningi Hafnarfjarðarhafnar, ársreikningi Húsnæðisskrifstofu, ársreikningi Fráveitu og ársreikningi Vatnsveitu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.

Rósa Guðbjartsdóttir kom að f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:

"Skuldafen og afneitun
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2011 sýnir enn og aftur þá erfiðu fjárhagslegu stöðu sem bærinn á við að etja eftir áralanga valdatíð vinstri flokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
- Rúmlega milljarðshalli er á rekstrarniðurstöðu A- og B-hluta samt eru tekjur bæjarins tveimur milljörðum króna hærri en áætlað var.
-
- Fjármagnskostnaður er að sliga bæjarfélagið, hann nam 2.8 ma króna á árinu. Það þýðir um 100.000 krónur á hvern einasta íbúa í bænum.

- Óásættanleg frávik eru á tekju- og gjaldahlið reikningsins frá upprunalegri áætlun til niðurstöðunnar. Munurinn er tæp 14% á gjöldum og 16% á tekjum.
-
- Skuldir og skuldbindingar nema 38. ma króna eða um einni og hálfri milljón á hvern íbúa.
-
- Uppsafnaðar fjárfestingar frá árinu 2002 umfram uppsafnað veltufé á sama tímabili á verðlagi ársins 2011 eru 10,3 milljarðar. Það skýrir stóran hluta þeirrar skuldasöfnunar sem átt hefur sér stað á síðustu árum.

- Í stað þess að horfast í augu við raunveruleikann og leita leiða til framtíðarlausnar á endurfjármögnun við Depfa var vandanum ýtt yfir á næsta kjörtímabil en strax árið 2015 koma 10 ma til afborgunar hjá slitastjórn bankans. Ekki liggur fyrir hvernig það verður gert.
-
- Hafnarfjarðarbær þarf að greiða niður gríðarlegar upphæðir til að standast viðmið um skuldahlutfall sveitarfélaga, en nú nemur hlutfallið 250% en þarf innan tíu ára að lækka í 150%. Ekki liggur fyrir hvernig það verður gert. Ummæli bæjarstjóra um að það ,,verði léttur leikur?? eru óábyrg og lýsa vel afneituninni sem meirihlutinn er í.

- Leigutekjur húsnæðisskrifstofu standa ekki undir rekstri og vanáætluð hefur verið fjárþörf vegna viðhalds þar eins og annars staðar á eignum Hafnarfjarðarbæjar. Sá kostnaður á eftir að falla með miklum þunga síðar bæjarfélagið.

- Enn ríkir óvissa um uppgjör á lífeyrisskuldbindingu vegna starfsmanna Byrs, að upphæð 1.6 ma króna, ekki liggur fyrir hvernig staðið verður skil á skuldbindingunni falli hún á bæinn.

- Óljóst er hvernig húsnæðisvandi í skólastofnunum verður leystur á komandi hausti vegna fjölgunar nemenda og mat liggur ekki fyrir á hugsanlegum auknum skuldbindingum vegna þess.

- Fjármálastjórnun meirihlutans ber glöggt vitni afneitunar á ástandinu og því hefur verið slegið á frest að taka raunverulega á fjárhagsvandanum."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ragnheiður Stefánsdóttir.

Gunnar Axel Axelsson kom að f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:

"Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2011 sýna svo ekki verður um villst, að algjör viðsnúningur hefur orðið á rekstri Hafnarfjarðarbæjar. Aðgerðirnar sem gripið var til árið 2011 hafa skilað tilætluðum árangri ? og gott betur. Afkoma fyrir fjármagnsliði batnar umtalsvert á milli ára. Framlegð í A hluta er 1.829 milljónir, eða 12,7% af tekjum og framlegð í A og B hluta er 2.641 milljónir, eða tæp 17%.
Fjármagnsliðir vega aftur á móti þungt í rekstri sveitarfélagsins og námu 2.789 millj.kr, en þar af eru áfallnar verðbætur og gengismunur 1.616 millj.kr.
Veltufé frá rekstri í A hluta fjórfaldaðist á milli ára, var 321 milljón á árinu 2010 en var 1.342 milljóniir á árinu 2011 og hefur því hækkað rúman milljarð. Veltufé í A og B hluta var á árinu 1.894 millj.kr. en var 901 millj.kr. á árinu 2010.

Rekstrartekjur A hluta nema 14.350 millj.kr og hafa hækkað um 1.986 millj.kr. á milli ára en rúmur milljarður er tilkominn vegna yfirtöku málefna fatlaðs fólks. Í A og B hluta nema tekjurnar 15.612 millj.kr. Rekstrargjöld hækka um 834 millj.kr. á milli ára í A hluta og um 826 millj.kr. í A og B hluta sem skýrist af áhrifum nýrra kjarasamninga og yfirtöku málefna fatlaðs fólks.
Nettóskuldahlutfall A og B hluta, þ.e. heildarskuldir að frádregnum veltufjármunum sem hlutfall af tekjur var 234% í árslok og fer hratt lækkandi.
Hafnarfjörður á lóðir fyrir um 10 milljarða króna. Þær eru ekki taldar til eigna í ársreikningi og áætlanir gera ekki ráð fyrir lóðasölu svo neinu nemi á næstu misserum. Um leið og hreyfing kemst þar á, verður viðsnúningurinn enn hraðari.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna þakka starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar fyrir mikilvægt framlag í að ná þessum árangri, sem oft hefur reynt á og tekið í. Jafnfram ber að þakka íbúum fyrir þeirra biðlund og þolinmæði.
Ársreikingurinn fyrir árið 2011 sýnir, að öll meginmarkið fjárhagsáætlunar ársins 2011 náðust. Með fyrirliggjandi áætlunum fyrir árið 2012 og þriggja ára áætlun áranna 2013-2015, hefur skapast örugg viðspyrna til nýrrar sóknar fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga."

Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign),
Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).