Lóðaverð, endurskoðun 2012
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1679
25. apríl, 2012
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð BÆJH frá 23.apríl sl. Tekið fyrir að nýju. Lagðar fram tillögur um lóðaverð í samræmi við kynningu á síðasta fundi bæjarráðs. Einnig lögð fram tillaga að breytingu á "Samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfirði." Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að verð íbúðahúsalóða verði sem hér segir: Einbýlishúsalóð 10.531.620 kr. 220m2 hús Raðhúsalóð 8.616.780 kr. 180m2 hús Parhúsalóð 9.574.200 kr. 200m2 hús Fjölbýli 4-8 íbúðir 3.789.788 kr. hver íbúð, heildarstærð húss 950m2 Fjölbýli 9 íbúðir og fleiri 3.191.400 kr. hver íbúð, heildarstærð húss 1.200m2 Verðið er lágmarksverð miðað við ofangreindar stærðir og uppfærist mánaðarlega í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu."
Byggingarvísitala aprílmánaðar 2012 er 113,4.
Bæjaráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að "Samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfirði" breytist sem hér segir. Grunnur gatnagerðargjalds. 4. gr. Við greinina bætist ný málsgrein. "Af atvinnuhúsnæði greiðist að lágmarki 75% af byggingarmagni samkvæmt nýtingarhlutfalli í deiliskipulagi."
Almenn lækkunarheimild. 5. gr. 3. liður breytist sem hér segist: "Af millilofti sem liggur milli hæðaskila eða hæðaskila og þakflatar í atvinnuhúsnæði í óskiptu eignarhaldi, skal greiða 10% af fermetragjaldi."
Svar

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Rósa Guðbjartsdóttir sem jafnframt lagði fram tillögu um frestun málsins til næsta reglulega fundar bæjarstjórnar. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram tillögu um að málinu yrði frestað um óákveðin tíma. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.

Forseti bar upp tillögu um frestun málsins um óákveðin tíma og var tillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.