Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3313
22. mars, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lögmaður stjórnsýslu fór yfir lagaákvæði varðandi aðgang að gögnum sjóðsins.
Lögð fram eftirfarandi samþykkt stjórnar Eftirlaunasjóðsins frá 21.3.2012 og var Formanni stjórnar falið að kynna samþykktina fyrir bæjarráði.
Í ljósi umræðu í fjölmiðlum, í bæjarráði og í bæjarstjórn um ábyrgð stjórnarmanna á lífeyrisskuldbindingum vegna ESH, samþykkir stjórnin að kalla eftir mati tryggingastærðfræðings á því hver tilurð skuldbindingarinnar er, skipt eftir tímabilum frá stofnun sjóðsins og hve stóran hluta hennar má rekja til þeirrar staðreyndar að iðgjöld standa ekki undir réttindum og hve stóran hluta til ákvarðana sjóðsstjórnar á hverjum tíma ? á einstökum tímabilum og skipt eftir stofnunum. Stjórninni er ljóst, að hér getur ekki orðið um nákvæma útreikninga að ræða, en telur mikilvægt að dregin verði upp heildarmynd af skuldbindingunum.
Svar

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka eftirfarandi:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að gerð verði úttekt á störfum Eftirlaunasjóðsins, til viðbótar við skýrslu um lífeyrissjóði , úttekt Fjármálaeftirlitsins og ítrekaðar athugasemdir endurskoðenda. Mikilvægt er að í úttektinni verði samanburður við aðra lífeyrissjóði í þessu skyni líkt og í lífeyrissjóðaskýrlunni (sem finna má á vefnum www.ll.is) en þar kemur fram að Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar tapaði hlutfallslega næst mestu allra lífeyrissjóða landsins á tímabilinu 2006-2009. Jafnframt er mikilvægt að fá álit á því hver og hverjir bera meginábyrgð á því verklagi og öðru í rekstri sjóðsins sem gerðar hafa verið alvarlegar athugasemdir við af fyrrgreindum aðilum í ljósi þess að Hafnarfjarðarbær ber ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins."

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG bóka eftirfarandi:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna þeirri ákvörðun stjórnar ESH að láta taka saman skýrslu um þróun skuldbindinga bæjarsjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga sjóðfélaga í ESH, þar sem fram komi hver stór hluti skuldbindingarinnar er til kominn vegna þess að iðgjöld duga ekki fyrir réttindum og hve stór hluti er til kominn vegna ákvarðana stjórnarinnar. Slík samantekt er mikilvæg til að slá á þá óábyrgu umræðu sem sumir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir að undanförnu og endurspeglast meðal annars í þeirri fráleitu fullyrðingu að ESH hafi tapað næst mestu allra lífeyrissjóða landsins á tímabilinu 2006-2009.